World Class Kringlan er 2.000 fm2 og var opnuð haustið 2010.
Tækjasalurinn er vel búinn upphitunartækjum, lyftingatækjum og lausum lóðum. Í stöðinni eru upphitunartæki: hlaupabretti, skíðavélar, stigvélar og hjól. Öll tækin í tækjasalnum eru frá Life Fitness og Hammer Strength sem eru taldir vönduðustu framleiðendur á sínu sviði í heiminum í dag. Boðið er upp á þjónustu þjálfara í tækjasal viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Korthafar hafa aðgang að öllum opnum tímum skv. tímatöflu en svo eru einnig lokuð námskeið í boði sem og einkaþjálfun.
Opið er í World Class Kringlunni allan sólarhringinn og stendur öllum korthöfum til boða að nýta þá þjónustu án endurgjalds. Til að komast inn í stöðina utan þjónustutíma þarf sérstakan aðgang en hægt er að fá slíkan aðgang útbúinn í afgreiðslu allra World Class stöðva.
Stöðin inniheldur;
- 3 hóptímasali
Fjöldi hóptíma er í boði í Kringlunni: Dance Fit, Freestyle step, Styrkur, Turbo Tabata Tabata & Zumba
- Dansstúdíó World Class
Korthafar hafa aðgang að öllum 12 stöðvum World Class ásamt aðgangi að 6 sundlaugum (Árbæjarlaug, Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug, Lágafellslaug, Sundhöll Selfoss & Breiðholtslaug).



