World Class HR er 200 fm2 og var opnuð 3. september 2011.
Tækjasalurinn er vel búinn upphitunartækjum, lyftingatækjum og lausum lóðum. Í stöðinni eru upphitunartæki: hlaupabretti, skíðavélar, stigvélar og hjól. Öll tækin í tækjasalnum eru frá Life Fitness og Hammer Strength sem eru taldir vönduðustu framleiðendur á sínu sviði í heiminum í dag. Boðið er upp á þjónustu þjálfara í tækjasal viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Búningsklefar eru samnýtt HR
Stöðin er opin allan sólarhringinn en viðverutími starfsmanna í HR er sem hér segir:
mánudaga kl. 12:00 – 16:00
þriðjudaga kl. 12:00 – 16:00
miðvikudaga kl. 12:00 – 16:00
fimmtudaga kl. 12:00 – 16:00
föstudaga kl. 10:00 – 16:00
Korthafar hafa aðgang að öllum 12 stöðvum World Class ásamt aðgangi að 6 sundlaugum (Árbæjarlaug, Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug, Lágafellslaug, Sundhöll Selfoss & Breiðholtslaug).



