Stöðin
Reebok CrossFit KATLA er staðsett í rúmlega 600 fermetra svæði í Holtagörðum og er hluti af Reebok Fitness líkamsræktarstöðinni sem er ein sú glæsilegasta á landinu. Aðgangur að Reebok Fitness og öllum þeim tímum og þjónustu sem þar er í boði fylgir frítt með áskrift að Reebok CrossFit KÖTLU.
CrossFit salurinn er mjög rúmgóður og vel útbúinn tækjum og búnaði.
Rýmið er tvískipt og aðstaðan er öll eins og best verður á kosið. Ekki spillir frábært útisvæði sem er vel nýtt í góðum veðrum. Til að tryggja að allir hafi rými til að stunda æfingar er mikilvægt að iðkendur skrái sig í tíma gegnum bókunarkerfið á crossfitkatla.is. Með því tryggjum við bæði öryggi á staðnum og að allir hafi nægan aðgang að þeim búnaði sem í boði er.
Prófaðu tíma
Ef þú veist ekki hvort CrossFit sé eitthvað fyrir þig er þér velkomið að koma í einn prufutíma. Sendu okkur fyrirspurn á crossfitkatla@crossfitkatla.is ef þetta er eitthvað sem þér líst vel á, við hlökkum til að taka á mótið þér!
Nóg af bílastæðum
Við erum í Holtagörðum á efri hæðinni. Nóg af bílastæðum og mjög gott aðgengi. Til að komast í Reebok CrossFit Kötlu er gengið inn í Reebok Fitness og salurinn leynist í vesturenda hússins. Búningsklefar og sturtuaðstaða eru samnýtt með Reebok Fitness.
